Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.01.2009 23:02

Frá komu Vilhelms

Hér gefur að líta mynd sem var tekin þegar Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri. Þetta var þann 3. september árið 2000. Baldvin Þorsteinsson EA 10 var einnig að koma til hafnar á sama tíma. 

Um Vilhelm Þorsteinsson EA var m.a. eftirfarandi skrifað í Morgunblaðið þann 5. september árið 2000

Vilhelm Þorsteinsson EA er eitt stærsta og glæsilegasta skip íslenska fiskiskipaflotans. Það er 79 metra langt, 16 metra breitt, og 5.520 kílówatta aðalvél. Það er búið bæði til nóta- og flottrollsveiða og um borð er fullkominn búnaður til frystingar og vinnslu á bolfiski, síld, loðnu og kolmunna. Frystigeta afla í vinnslu er um 120 tonn á sólarhring og burðargeta afla til bræðslu um 2.500 tonn. Frystilestir skipsins rúma um 650 tonn af frosnum afla og um 1.200 tonn af fiski í kælitönkum. Íbúðir eru fyrir 28 manna áhöfn og aðbúnaður allur eins og best verður á kosið. Ganghraði skipsins er 18,2 sjómílur og togkraftur 90 tonn við fullt átak. Áætlaður heildarkostnaður við nýsmíðina er um 1.500 milljónir króna.

Frumhönnun skipsins var í höndum starfsmanna Samherja og Skipatækni hf. en Teiknistofa Karls G. Þorleifssonar á Akureyri annaðist hönnun á vinnsludekki ofl. Skipasmíðastöðin Stocznia Polnocna í Gdansk í Póllandi annaðist smíði skrokksins og hófst verkið um mitt síðasta ár. Þar var skipinu hleypt af stokkunum í mars sl. Kleven Verft AS í Ulsteinvik í Noregi annaðist framhald smíðinnar.


Frá komu Vilhelms Þorsteinssonar EA 11 til Akureyrar. © Hafþór 2000.

Flettingar í dag: 353
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398676
Samtals gestir: 2008035
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 05:29:07
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is