Enn er það Vigfús Markússon sem leggur síðunni til mynd, nú af Jóhanni Þorkelssyni ÁR 24. Báturinn hét upphaflega Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og var smíðaður í Danmörku 1957 fyrir Þorbjörn hf. í Grindavík. Bátuirnn var 56 brl. að stærð með 280 hestafla Alpha aðalvél. Í desember 1965 kaupa Sverrir Vilbergsson í Keflavík og Ólafur ragnar Sigurðsson í Grindavík og nefna hann Hrungnir GK 355. Í mars 1967 er Hrungnir seldur Bjarna og Jóhanni Jóhannssonum á Eyrarbakka. Báturinn fær sitt síðasta nafn, Jóhann Þorkelsson ÁR 24. 1975 var skipt um aðalvél, Alphan vék fyrir 425 hestafla Caterpillar. Jóhann Þorkelsson ÁR 24 strandaði í innsiglingunni til Eyrarbakka 21. júní 1981. Fimm manna áhöfn hans bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát til lands en Jóhann Þorkelsson ÁR eyðilagðist á strandstað. Heimild Íslensk skip.

575.Jóhann Þorkelsson ÁR 24 ex Hrungnir GK 355. © Vigfús Markússon.