Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

26.11.2008 15:01

Oddur Sæmundsson kaupir Narfa VE 108.

Oddur Sæmundsson skipstjóri og útgerðarmaður sem lengi hefur verið kenndur við Stafnesið hefur keypt sér bát og hyggst gera hann út til netaveiða. Báturinn er Narfi VE 108 sem upphaflega hét Bára SU 526 frá Fáskrúðsfirði og var í eigu Árna Stefánssonar. Síðar var hann seldur 1972 Garðari Magnússyni í Ytri-Njarðvík og varð báturinn, sem smíðaður er í Noregi 1964, þá Bára GK 24. 1978 kaupir Silfurnes hf. á Hornafirði bátinn sem fékk nafnið Gissur Hvíti SF 55. Í nóvember 1985 kaupir Særún hf. á Blönduósi bátinn sem varð Gissur Hvíti HU 35 og var gerður út til rækjuveiða. Gissur Hvíti var seldur til Vestmannaeyja eftir aldamótin síðustu, árið 2002 nánar tiltekið. Bergur-Huginn keypti hann en seldi svo Narfa hf. bátinn sem fékk þá nafnið Narfi VE 108. Upphaflega var í bátnum 450 hestafla Stork aðalvél enn 1983 var sett ný vél í hann, 800 hestafla Callesen. Báturinn mældist upphaflega 216 brl. að stærð en var 1973 og mældist þá 165 brl. að stærð. Hann var yfirbyggður á Akureyri 1989 og þó nokkrum árum síðar var skipt um brú.


964.Narfi VE 108 ex Gissur Hvíti HU 35. © Tryggvi Sig.964.Gissur Hvíti HU 35 ex Gissur Hvíti SF 55. © Hafþór Hreiðarsson.

964.Gissur Hvíti SF 55 ex Bára GK 24. © Hreiðar Olgeirsson.

Skipasalan Álasund hafði milligöngu um kaupin á Narfa VE 108.

Flettingar í dag: 421
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398744
Samtals gestir: 2008035
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 06:00:17
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is