Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

23.11.2008 22:09

Vísir ÍS 225

Hér kemur mynd úr safni Alfons af Vísi ÍS 225 sem smíðaður var í Neskaupsstað 1964. Báturinn, sem smíðaður var fyrir Þór hf. á Suðureyri, var 91 brl. að stærð búinn 375 hestafla Kromhout aðalvél. Hann hét upphaflega Sif ÍS 500 en í september 1971 er hann seldur Garðari hf. í Gerðum Gullbringusýslu. Sif varð við það GK 777 en sama ár var Sif endurmæld og mældist þá 83 brl. að stærð.

Í maí 1973 er Sif seld austur á Hornafjörð. Kaupandinn var Kristján Gústafsson og nefnir hann bátinn Sævald SF 5. Ekki stoppar hann lengi fyrir austan því september sama ár kaupir Hólmur hf. í Stykkishólmi bátinn sem aftur verður Sif. Nú SH 3. Í mars 1976 kaupir Fif sf. á Akranesi Sif sem verður við það AK 17. Í júlímánuði 1980 kaupir Hjallanes hf. á Flateyri Sif sem verður nú ÍS 225. 1983 er sett í bátinn ný aðalvél, 440 hestafla Mitsubishi. 1988 er Sif skráð á Flateyri en eigandinn er Útgerðarfélag Flateyrar hf. eða Hjálmur hf. segir í Íslensk skip.

Eftir þetta er ég ekki með söguna alveg á hreinu en hann varð Vísir ÍS 225, einnig SH 343 að ég held og BA 343. Hann er enn á skrá 1996 en mig minnir að hann hafi brunnið við bryggju á Brjánslæk.


956.Vísir ÍS 225 ex Sif ÍS 225. © Alfons.

Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398620
Samtals gestir: 2008034
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 05:07:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is