Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

20.11.2008 16:24

Guðrún Þorkelsdóttir SU 211

Hér kemur önnur mynd úr sendingunni frá Guðjóni Ólafssyni. Hér er það Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 sem lent hefur fyrir linsunni. Guðrún Þorkelsdóttir var smíðuð 1959 í Noregi fyrir Jón Kjartansson hf. á Eskifirði. Hún var 103 brl. að stærð með 400 hestafla Wichmann aðalvél. 1966 var skipið lengt og mældist þá 186 brl. að stærð. Í marsbyrjun 1967 er Guðrún Þorkelsdóttir seld Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal sem nefnir skipið Ásgeir Kristján ÍS 103. Í desember 1970 er Mímir seldur austur á Hornafjörð. Kaupandinn er Kristján Gústafsson og skipið heitir Bergá SF 3. 1974 er skipt um aðalvél, 750 hestafla Brons kemur í stað Wichmanvélarinnar. Í ársbyrjun 1977 kaupir Stígandi hf. í vestmannaeyjum Bergá sem fær nafnið Stígandi VE 77. Í september 1980 er Stígandi seldur norður á Ólafsfjörð og fær hann nafnið Kristinn ÓF 30. Eigandi var Sædís hf. á Ólafsfirði. Í september 1983 kaupa Baldvin Njálsson og Bergþór Baldvinsson í Garði skipið sem fær nafnið Sigurður Bjarnason GK 100. Frá 11. júní er skipið skráð GK 136 og þann 26. sama mánaðr var það skráð ónýtt og tekið af skrá. heimild Íslensk skip. Við þetta má bæta að úreldingaréttur skipsins var nýttur þegar Geiri Péturs ÞH 344 var keyptur til landsins frá Noregi. Þeir feðgar í Garðinum keyptu Geira Péturs ÞH sem fyrir var og fékk hann nafnið Una í Garði GK 100.


Guðrún Þorkelsdóttir SU 211. © Úr safni Guðjóns Ólafssonar.

Flettingar í dag: 421
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398744
Samtals gestir: 2008035
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 06:00:17
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is