Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

17.06.2008 00:37

Maí GK 346.

Þessa mynd sendi Axel E. mér og sýnir hún síðutogarann Maí GK 346 halda úr höfn í Hafnarfirði í síðasta sinn. Þetta er í maí 1977 og hafði togarinn verið seldur til Noregs, nýr skuttogari með sama nafni, smíðaður í Noregi kom til Hafnarfjarðar sama ár. Maí GK var smíðaður í Þýskalandi 1960 fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og var lengi flaggskip Hafnfirðinga og þótti fengsæll undir farsælli stjórn Halldórs Halldórssonar skipstjóra. Maí var systurskip Sigurðar ÍS, Freys RE og Víkings AK og mældist 982 brl. að stærð búinn 2100 hestafla MAN díeselvél. Heimild. Íslensk skip og konni.is


147.Maí GK 346. © Axel E.

Flettingar í dag: 618
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399712
Samtals gestir: 2008180
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 15:01:04
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is