Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

30.05.2008 22:02

Kristbjörgin og pabbi.

Hér koma tvær myndir sem Hafliði Þórsson sendi mér og teknar eru á Húsavík í den. Á efri myndinni er Kristbjörg ÞH 44, sú fyrsta af fjórum. Báturinn var smíðaður í Danmörku 1934 og hét upphaflega Ægir GK 8 og var úr Garðinum. Síðar hét hann Hersteinn ÁR, Hersteinn RE, Hallsteinn EA og loks Kristbjörg ÞH 44 árið 1963.  Þá kaupa  afi minn Olgeir Sigurgeirsson og synir hans Sigurður Valdimar og Hreiðar, faðir minn, bátinn. Þeir gera hann út til ársins 1970 að hann er seldur suður í Sandgerði. Þar heldur hann nafni sínu en verður GK 404 og endar ævi sína, ef hægt er að tala um ævi báta, þann 13 nóvember 1971 þegar hann strandaði á Stafnesi og eyðilagðist.541.Kristbjörg ÞH 44 ex Hallsteinn EA 130. © Hafliði Þórsson.


Hreiðar Olgeirsson um borð í Kristbjörgu ÞH 44. © Hafliði Þórsson.

 
Flettingar í dag: 333
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396669
Samtals gestir: 2007635
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 14:59:02
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is