Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.05.2008 20:28

Baldur og Neptúnus og líka Eldborg.

Hér kemur önnur mynd sem Axel E. sendi mér og sýnir hún einnig Neptúnus 361 en núna er skuttogarinn Baldur EA 124 einnig á myndinni. Þarna mætast nýji og gamli tíminn á því herrans ári 1975, í septembermánuði. Neptúnus hefur fengi smá umfjöllun hér áður en Baldur var smíðaður fyrir Aðalstein Lotfsson á Dalvík 1974, í Póllandi. Síðan eignaðist Ríkissjóður skipið og gaf því nafnið Hafþór RE 40. Ísfirðingar keyptu hann síðar eftir að hafa leigt hann um tíma og þá fékk hann nafnið Skutull ÍS 180. Eftir að Básafell var bútað niður flutti Guðmundur Kristjánsson togarann aftur til Reykjavíkur og nefndi hann Eldborgu RE 13. Nú er hann skráður erlendis, man ekki hvar eða í eigu hverra.


1383.Baldur EA 124 og 157.Neptúnus RE 361. © Axel E.

1383.Eldborg RE 13 ex Skutull ÍS 180. © Hafþór Hreiðarsson.

Addi Steina og Magni Árna © Hafþór Hreiðarsson.
Þegar ég tók þessa mynd af Eldborginn koma að landi voru margir húsvíkingar í áhöfn skipsins. Þar á meðal þeir Aðalsteinn Steinþórsson og Magni Árnason sem eru á myndinni hér að ofan. Þá var ljósmyndarinn snjalli frá Grundafirði, Guðlaugur Albertsson, einnig á Eldborginni þegar þetta var en var þó í frítúr þegar ég tók þessa mynd.

Flettingar í dag: 333
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396669
Samtals gestir: 2007635
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 14:59:02
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is