Hér kemur mynd af Hring GK 18 koma að landi á Eskifirði snemma morguns á haustmánuðum 1986. Hringur, sem upphaflega hét Þorlákur ÁR, var smíðaður í Garðabæ 1972. Síðan hét hann Brimnes SH og Rita NS 13 áður en hann fékk Hringsnafnið. Í dag heitir hann Grundfirðingur SH 24 í eigu Soffaníasar Cesilssonar hf. í Grundarfirði.

1202.Hringur GK 18 ex Rita NS 13. © Hafþór Hreiðarsson.