Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

31.03.2008 16:25

Þengill ÞH 114

Þá er hægt að halda áfram því sem frá var horfið, þ.e.a.s bátabloggast. Ég hef verið að fá sendar myndir frá ýmsum aðilum að undanförnu, bæði gamlar og nýjar og þakka ég hér með fyrir þær. Ég þigg með þökkum ef fólk vill lána mér myndir til birtingar en helst þarf það að hafa birtingarréttinn á hreinu.

Hér kemur mynd sem þau útgerðarhjón, Úlla og Karl Óskar Geirsson á Sæborgu ÞH 55 sendu mér. Á henni má líta Þengil ÞH 114 við bryggju á Húsavíkog Bjarma ÞH 277 utan á honum. Þengill hét upphaflega Steinunn SH og var smíðaður á Akureyri 1960 fyrir Halldór Jónsson í Ólafsvík. 1968 kaupur Skinney hf. á Hornafirði bátinn og heldur nafninu en einkennisstafirnir verða SF 10. 1972 var umdæmisstöfunum breytt í SF 101 og í desember sama ár kaupa bátinn þeir Skúli Magnússon í Hafnarfirði og Sigurður R. Steingrímsson og Eiríkur Á. Þorleifsson í Grindavík. Nefna þeir bátinn Pétursey GK 184 sem hann og heitir þangað til þeir bræður Guðjón og Kristján Björnssynir kaupa hann til Húsavíkur ásamt Herði Arnórssyni.

Þengill var upphaflega 72 brl. að stærð með 400 hestafla M.W.M aðalvél. Hann var endurmældur 1972 eða 3 og mælist þá 65 brl. að stærð.

Þengill ÞH 114 sökk út af Öxarfirði 16. janúar 1979, áhöfnin 4 menn björguðust um borð í varðskipið Óðinn.   Heimild Íslensk skip.

 


791.Þengill ÞH 114 ex Pétursey GK 184. © Karl Óskar Geirsson.Flettingar í dag: 562
Gestir í dag: 114
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395203
Samtals gestir: 2007408
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 18:47:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is