Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

24.03.2008 12:20

Tveir norðlenskir rækjutogarar.

Nú koma myndir af tveim norðlenskum togurum sem keyptir voru til landsins og brúkaðir til rækjuveiða. Annar smíðaður 1993 í Portúgal fyrir hríseyinga en hinn keyptur notaður frá Grænlandi fyrir húsvíkinga. Þetta eru Eyborgin sem Borg í Hrísey lét smíða og Júlíus Havsteen sem Höfði á Húsavík keypti. Eyborgin var eitt fjögurra systurskipa sem smíðuð voru í Aveiro í Portúgal, hin þrjú fóru á Hornafjörð. Júlíus Havsteen var hinsvegar smíðaður 1987 í Danmörku, í Kristensen nánar tiltekið. Eyborgin var svo lengd í Noregi um 19 metra árið 1996. Í dag er Eyborgin enn Eyborg en Júlíus Havsteen fékk nafnið Rauðinúpur, síðar Sólbakur og nú fyrir skemmstu Sóley Sigurjóns og er í styttingu í Póllandi.


2190.Eyborg EA 59. © Páll Björgvinsson.


2262.Júlíus Havsteen ÞH 1 ex Qaasiut II. © Birgir Mikaelsson.

Flettingar í dag: 636
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395277
Samtals gestir: 2007413
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 19:54:51
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is