Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.03.2008 20:24

Gámaflutningaskipið Brúarfoss.

Menn eru sumir hverjir áhugasamir fragtskip og því læt ég eina mynd hér inn. Ég hef ekki lagt mig eftir að mynda þau en tek þó af og til myndir af skipum sem koma hingað til Húsavíkur. Þessi á myndinn hér að neðan er Brúarfoss sem kom til Húsavíkur 19 mars 2004 og þá tók ég þessa mynd. Þetta var þá talið lengsta gámaflutningaskip sem hafði lagst að bryggju á Húsavík og sendi ég fréttina hér að neðan í Moggann af því tilefni.


Brúarfoss.

Fimmtudaginn 25. mars, 2004
Á DÖGUNUM kom gámaskip Eimskipafélagsins, Brúarfoss til Húsavíkur í forföllum Mánafoss og lagðist við Norðurgarð. Þar losaði það um 90 gáma og lestaði um 50 slíka.

Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að skipið er, að sögn sérfróðra manna, lengsta gámaskip sem á Húsavík hefur komið. Jafnvel er það talið lengsta skip sem lagst hefur að bryggju á Húsavík. Til samanburðar má nefna að Hofsjökull, sem kom oft til bæjarins á árum áður og lestaði frosinn fisk, var 118,15 metrar á lengd og skemmtiferðaskipið Hanseatic sem heimsótt hefur Húsavík undanfarin sumur er 123 metrar að lengd.

Brúarfoss er 126,63 metrar á lengd og 20,53 metrar á breidd og 7,760 brúttónn að stærð, til gamans má geta þess að Mánafoss er 100,60 metrar á lengd og 18,80 metra breiður og 4.450 brúttótonn að stærð og því talsverður stærðarmunur á þeim.

Flettingar í dag: 441
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395082
Samtals gestir: 2007378
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 11:46:40
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is