Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

19.03.2008 18:57

Siglunesið verður þjónustuskip.

Fyrirtækið TC Offshore ehf. í Reykjanesbæ hefur keypt togbátinn Siglunes SH af Brim hf. en áður hafði fyrirtækið keypt annan bát, Skinney SH,  af Skinney- Þinganesi hf. á Hornafirði.
 
Skipasalan Álasund í Reykjanesbæ hafði milligöngu um skipakaupin og að sögn Sveins Inga Þórarinssonar hjá Álasundi fara hvorugir þessara báta til fiskveiða hjá nýjum eigendum. TC Offshore hyggst koma þeim í verkefni sem þjónustubátum við olíuiðnaðinn í Norðursjó.
 
Að sögn Sveins Inga hafa þó nokkur íslensk fiskiskip verið seld utan til annarra verkefna en til fiskveiða á undanförnum árum. Þar má nefna Stíganda VE, Bjarna Sveinsson ÞH,  Svanur RE, Suðurey VE, Árni Friðriksson RE, Sunnuberg NS og Bravó áður Akurey RE.


1146.Siglunes SH 22 ex Danski Pétur VE. © Hafþór.


Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395112
Samtals gestir: 2007386
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 12:18:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is