Gunnlaugur Karl Hreinsson í GPG fiskverkun ehf. kaupir ekki bara báta til Húsavíkur því nýverið keypti Þórsnes ehf. í Stykkishólmi nýjan línubát. Þórsnes ehf., sem er í eigu Gunnlaugs, seldi línubátinn Brimil SH 31 og keypti í hans stað Jón Pál BA 133 frá Patreksfirði. Jón Páll, sem nú hefur fengið nafnið Landey SH 31, er af gerðinni Víkingur 1135, smíðaður hjá Samtak ehf. í Hafnarfirði árið 2006. Báturinn er tæp 15 brúttótonn að stærð með 500 hestafla Yanmar aðalvél.
Fram kemur í Stykkishólmspóstinum að Landey SH hafi þegar hafið línuveiðar. Róið er frá Ólafsvík fyrst um sinn en þaðan er áhöfn Landeyjar.

2678.Jón Páll BA 133 nú Landey SH 31. © Guðlaugur Albertsson.