Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

20.02.2008 18:07

Skip vikunnar er Skjöldur SI.

Skip vikunnar er Skjöldur SI 101 sem var í eigu Ísafoldar hf. á Siglufirði á árunum 1984-1987. Upphaflega hét skipið Siglfirðingur SI 150, í eigu samnefnds útgerðafélags á Siglufirði. Siglfirðingur var smíðaður í Noregi árið 1964 og var fyrsti skuttogari íslendinga. Hann mældist þá 274 brl. að stærð og var með 750 hestafla Deutz aðalvél. 1969 var Siglfirðingur endurmældur, mældist þá 203 brl. að stærð.  Eftir 1970 er hann seldur Rafni Svanssyni og Ara Albertssyni á Breiðdalsvík en 1971 eru Gunnvör hf. Hrönn hf. og Íshúsfélag Ísfirðinga hf. skráður eigandi hans. Í október 1972 kaupa Sigurgeir Ólafsson og Eiríkur Heiðar Sigurgeirsson í Vestmannaeyjum skipið og nefna Lunda VE 110. Í desember 1976 kaupir Bás hf. á Húsavík Lunda VE og fær hann þá nanið Bjarni Ásmundar ÞH 320. 1977 var sett í skipið 1000 hestafla Brons aðalvél og árið 1978 er Bás hf. í Reykjavík skráður eigandi hans og einkennisstafirnir RE 12. 1980 var nafni skipsins breytt, fékk á nafnið Fram RE 12 sömu eigendur og áður. Í árslok 1981 kaupir Rafn hf. í Sandgerði skipið og nefnir það Sigurpál GK 375. Í príl 1984 kaupir svo Ísafold skipið og eins og áður hefur komið fram fékk hann nafnið Skjöldur SI 101. 1987, í október, kaupir Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga skipið og nefnir það Súlnafell ÞH 361.  1989 er það selt til Hríseyjar, kaupandinn KEA. Það heldur nafni sínu en einkennistafir og númer verða EA 840. Í ársbyrjun 1995 kaupir svo Rif hf. í Hrísey Súlnafellið af KEA og fær það nafnið Svanur EA 14. Því nafni hélt það allt til loka en skipið var selt til niðurrifs í fyrra. Heimild: Íslensk skip og Morgunblaðið.978.Skjöldur SI 101 ex Sigurpáll GK 375. © Hreiðar Olgeirsson.


978.Siglfirðingur SI 150. © Steingrímur Kristinsson.

Þessa mynd hér að ofan lánaði Steingrímur Kristinsson á Siglufirði mér og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Steingrímur heldur úti öflugri vefsíðu Lífið á Sigló sem má sjá  hér . Fréttin hér að neðan er tekin af síðu Steingríms en þetta er frétt úr Morgunblaðinu sem segir frá komu þessa fyrsta skuttogara íslendinga til landsins.

Fimmtudagur 9. júlí 1964.Ljósmynd: Steingrímur, texti Stefán Friðbjarnarson. (nema Athugasemd)

Skuttogarinn "Siglfirðingur" farinn á veiðar

Siglfirðingur SI 150 kemur til Siglufjarðar aðfaranótt mánudags 6. júlí 1964

SIGLUFIRÐI, 9. júlí.

HINN nýi skuttogari, SIGLFIRÐINGUR SI 150, kom til Siglufjarðar aðfaranótt mánudags 6. júlí. Skipið hélt út á veiðar aðfaranótt miðvikudags, en hefur enn ekkert fengið, enda engin veiði verið.

Skipið fór út með síldarnót af fullkomnasta tagi, en siðar er von á Þýsku flottrolli, sem ætlunin er að reyna í sumar. Skipið er alger nýjung í skipastól Íslendinga. það er 270 tonn, búið öllum fullkomnustu tækjum. Á heimliðinni reyndist það vel; mestur siglingarhraði 12 mílur Skipið er eign Siglfirðings hf. en aðalhluthafar þess eru yfirmenn skipsins, Kaupfélag Siglfirðinga og framkvæmdastjóra félagsins Eyþór Hallsson.

Skipstjóri er Páll Gestsson, stýrimaður Axel Schiöth og 1. vélstjóri Agnar Þór Haraldsson; allt ungir Siglfirskir sjómenn.

St.

Athugasemd S.K. árið 2001, Til fróðleiks:

Skuttogarinn Siglfirðingur SI 150, er fyrsti Skuttogarinn sem smíðaður er erlendis fyrir Íslendinga. Skuttogarinn Dagný SI 70, er fyrsti Skuttogarinn sem keyptur er notaður til Íslands og Skuttogarinn Stálvík SI 1, er fyrsti Skuttogarinn sem smíðaður er á Íslandi. Siglfirðingar voru frumkvöðlar í skuttogara útgerð. á þessum tímum.

Flettingar í dag: 284
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396025
Samtals gestir: 2007481
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 07:14:31
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is