Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

17.02.2008 10:54

Nýr Ragnar SF sjósettur í gær.

Í gær sjósetti bátasmiðjan Samtak í Hafnarfirði nýjan Víking 1200, Ragnar SF 550. Ragnar SF er í eigu Nónu ehf. og kemur í stað eldri báts með þessu nafni. Sá er á söluskrá, heitir Guðmundur Sig. SF 650 í dag. Ragnar SF er samskonar bátur og 2757 og 2760 sem komu til Húsavíkur á síðasta ári. Húsvíkingurinn Ríkarður Ríkarðsson, nú búsettur í Hafnarfirði, var á vappi með myndavélina við Hafnarfjarðarhöfn í gær. Rikki tók nokkrar myndir af sjósetningunni og lánaði mér fúslega eina til birtingar. Rikki er með myndasíðuna www.123.is/rikkir og þar er margt og mikið að skoða.


2755.Ragnar SF 550. © Rikki.

Flettingar í dag: 284
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396025
Samtals gestir: 2007481
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 07:14:31
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is