Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

30.12.2007 23:59

Bátur vikunnar var smíðaður í Hollandi.

Bátur vikunnar var smíðaður í Hollandi árið 1954 og hét sama nafninu alla tíð. Eigendur hans frá upphafi árs 1955 voru þeir Þorstein Sigurðsson og Ólaf Sigurðsson í Vestmannaeyjum. Hér er um að ræða stálbátinn Ófeig III VE 325 sem upphaflega mældist 66 brl. að stærð. Ófeigur III var lengdur á Akranesi 1965 og mældist þá 81 brl. að stærð. Þá var einnig skipt um aðalvél. í stað 220 hestafla Grenaa var sett í hann 380 hestafla Caterpillar. í lok árs 1970 er Þorsteinn Sigurðsson einn skráður eigandi bátsins. Bátnum var breytt 1974 og hann endurmældur, mældist þá 86 brl. að stærð. Ný 425 hestafla Caterpillar var sett í bátinn árið 1977 og árið 1985 var skráður eigandi Ófeigur sf. í vestmannaeyjum. Ófeigur III strandaði við Þorlákshöfn árið 1988 og eyðilagðist en áhöfnin, 3 menn, bjargaðist til lands. Heimild Íslensk skip.


707.Ófeigur III VE 325. © Hreiðar Olgeirsson.

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396287
Samtals gestir: 2007526
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 21:36:41
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is