Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

29.12.2007 23:20

Þessir tveir voru smíðaðir fyrir ólsara.

Hér koma myndir af tveimur eikarbátum sem smíðaðir voru á Akureyri fyrir ólafsvíkinga. Á efri myndinni er Fanney SK 83 sem upphaflega hét Jón Jónsson SH 187 og var smíðaður fyrir Halldór Jónsson 1959. Á neðri myndinni er Hafborg SI 200 sem upphaflega hét Jökull SH 126 og var smíðaður fyrir þá bræður Víglund og Tryggva Jónssyni árið 1957. Jón Jónsson var upphaflega mældur 70 brl. en Jökull var nokkru minni eða 54 brl.


619.Fanney SK 83 ex Hrafnsey SF. © Hafþór.

625.Hafborg SI 200 ex Hafborg SK 50. © Hreiðar Olgeirsson.

Nú væri gaman að fá nánari upplýsingar um smíði þessara báta. Voru þeir ekki smíðaðir hjá sömu skipasmíðastöð ? Hver teiknaði þá ?

Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396227
Samtals gestir: 2007521
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 20:31:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is