Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.12.2007 23:47

Annar Erling, nú KE 140.

Hér kemur annar Erling KE, nú KE 140. Þessi var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1966 og hét upphaflega Sigurbjörg ÓF 1. Hún var í eigu Magnúsar Gamalíessonar á Ólafsfirði til ársins 1979, var reyndar orðin ÓF 30 í árslok 1978. Það var Blakkur hf. á Patreksfirði sem keypti Sigurbjörgina og fékk þá skipið nafnið Pálmi BA 30. Í október 1983 er skipið selt Drift hf. og fékk nafnið Fylkir NK 102. Í maílok 1984 var Fylkir seldur til Meleyrar hf. á Hvammstanga og var nefndur Sigurður Pálmason HU 333. Sigurbjörgin var 346 brl. að stærð með 960 hestafla MWM aðalvél. 1970 var skipið endurmælt og mældist þá 278 brl. að stærð. Heimild Íslensk skip.
Ég er nú ekki með meiri upplýsingar á takteinunum en minnir þó að komin hafi verið nokkuð öflug Caterpillar aðalvél í skipið auk þess sem það var yfirbyggt hjá Slippstöðinn á Akureyri. Saltver hf. kaupir skipið frá Hvammstanga og nefnir Erling KE 140 og að síðustu hét hann Keilir KE 140. Ekki með það hver var eigandi hans. Að lokum lá leið þessa skips, sem bar íslenskum skipasmíðaiðnaði glæsilegt vitni, til Danmerkur í brotajárn. Ég treysti á spekingana til að koma með meiri fróðleik um þetta skip.


1016.Erling KE 140 ex Sigurður Pálmason HU 333. © Hafþór.

1016.Sigurður Pálmason HU 333 ex Fylkir NK 102 við Slippkantinn á Akureyri.

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396287
Samtals gestir: 2007526
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 21:36:41
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is