Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

21.12.2007 22:24

Erling KE 45.

Erling KE 45 var gerður út rækju frá Húsavík hér áður fyrr og tók ég þessa mynd af honum er hann var að koma úr  rækjutúr. Eigandi skipsins var Saltver hf. í Keflavík. Erling hét upphaflega Pétur Jóhannsson SH 207, þ.e.a.s. á íslenskri skipaskrá, en skipið var keypt til íslands árið 1974. Erling var smíðaður í Noregi 1969 en það er Smári hf. í Ólafsvík sem kaupir hann til landsins. Í árslok 1976 var skipip selt Höfn hf. á Siglufirði, nafn og númer óbreytt, og tæpu ári síðar kaupa Ingvi Rafn Albertsson skipstjóri, Askja hf. og Friðþjófur hf. á Eskifirði skipið og nefna hann Seley SU 10. Það er svo haustið 1982 sem Saltver hf. kaupir Seleyna og fær skipið þá nafnið Erling. Erling var, eins og áður segir, smíðaður í Noregi 1969 og mældist þá 236 brl. að stærð. Í honum var 700 hestafla Wichmann aðalvél. Hann var yfirbyggður 1977 og síðan lengdur 1986. Eftir lenginguna mældist hann 328 brl. að stærð. 1985 var sett í hann ný aðalvél, 1100 hestafla B & W Man.    Heimild Íslensk skip.

Erling KE 45 sökk 11. desember 1990 eftir að hafa steytt á skerinu Borgarboða sem er skammt frá Hornafjarðarósnum. Þrettán skipverjar komust heilu og  höldnu í gúmíbáta og þaðan yfir í Þorstein GK 16 hálftíma eftir að skip þeirra steytti á skerinu. Heimild Morgunblaðið 12. desember 1990.


                                                             1361.Erling KE 45 ex Seley SU 10. © Hafþór.Flettingar í dag: 295
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 778
Gestir í gær: 124
Samtals flettingar: 9401000
Samtals gestir: 2008406
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 07:11:51
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is