Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

20.12.2007 23:05

Þorsteinn EA 810.

Ég sá á dögunum spekúlaresjónir á netinu um Þorstein ÞH 360, áður Þorsteinn EA 810 og upphaflega Helga II RE 373. Mönnum fannst hann ekki beint laglegur eftir breytingarnar sem fram fóru í Póllandi á haustmánuðum árið 2000 og í ársbyrjun 2001. Morgunblaðið sagði frá komu skipsins til heimahafnar eftir breytingarnar á eftirfarandi hátt:
 

Miðvikudaginn 24. janúar, 2001 - Akureyri og nágrenni
ÞORSTEINN EA, fjölveiðiskip Samherja hf. á Akureyri, kom til heimahafnar frá Póllandi í gær, eftir umfangsmiklar breytingar og er skipið nú eitt það öflugasta í íslenska fiskiskipaflotanum. Skipið var lengt um 18 metra, stýrishús var fært fram um 11 metra, sett var 1.500 hestafla ljósavél um borð, auk ýmissa annarra breytinga. Með breytingunum eykst burðargeta Þorsteins EA um 75% og getur skipið nú borið um 2.000 tonn af loðnu, að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra útgerðar Samherja.

Þorsteinn hélt til Póllands hinn 1. október í haust en breytingar á skipinu fóru fram hjá skipasmíðastöðinni Grysia í Stettin. Kristján sagði að verkið í Póllandi hefði gengið ágætlega en á því urðu nokkrar tafir, m.a. þar sem ráðist var í meiri framkvæmdir en ráð var fyrir gert í upphafi. Þorsteinn hélt frá Póllandi seint á fimmtudag og tók siglingin heim því rúma fjóra og hálfan sólarhring. Kristján sagði að siglingin heim hefði gengið vel en ráðgert er að skipið haldi til loðnuveiða eftir 2-3 daga.

Ég var á kajanum þegar Þorsteinn kom og tók margar myndir við fremur erfið birtuskilyrði og hér er ein þeirra. Neðri myndina tók Sigfús Jónsson og sýnir hún Þorstein fyrir breytingarnar.


1903.Þorsteinn EA 810 ex Helga II RE 373. © Hafþór.


1903.Þorsteinn EA 810 ex Helga II RE 373. © Sigfús Jónsson.

Flettingar í dag: 404
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 778
Gestir í gær: 124
Samtals flettingar: 9401109
Samtals gestir: 2008413
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 08:51:54
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is