Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.11.2007 17:07

Farþegaskipið Explorer.

Farþegaskipið Explorer sem sökk Suðuríshafinu eftir að hafa rekist á ísjaka kom nokkuð oft til Húsavíkur upp úr aldamótunum síðustu. Ég tók myndir af því á þessu árum, 2000-2003 og kannski lengur. En árið 2002 kom það að landi á Húsavík þann 18 júní. Við það tækifæri færði hafnarvörðurinn á Húsavík, Stefán Stefánsson, skipstjóranum mynd af skipinu við bryggju á Húsavík sem ég hafði tekið árið áður. Sendi ég frétt í Morgunblaðið af skipakomunni en þetta var fyrsta skemmtiferðaskipið sem kom til Húsavíkur þetta sumar.


Explorer að koma til Húsavíkur 18. júní 2002. © Hafþór.

Laugardaginn 22. júní, 2002 - Landsbyggðin

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

FYRSTA skemmtiferðaskip sumarsins kom til Húsavíkur á dögunum, þar var á ferð ms. Explorer, 2.400 tonna skip með heimahöfn í Afríkuríkinu Líberíu, gert út af þýskum aðilum. Áður en til Húsavíkur kom hafði skipið haft viðkomu á Hornafirði og í Grímsey og með því voru rúmlega 50 farþegar, aðallega Bandaríkjamenn.

Skipið kom að kveldi til og litu farþegarnir á mannlífið á Húsavík áður en gengið var til náða. Snemma morguns daginn eftir voru þeir svo drifnir upp í hópferðabíla og ekið var með þá í skoðunarferðir í Mývatnssveit og nágrenni. Þaðan var svo ekið með farþegana til Akureyrar þar sem þeir stigu aftur um borð í Explorer sem siglt hafði þangað meðan á útsýnisferðinni stóð.

Stefán Stefánsson hafnarvörður á Húsavík færði skipstjóra skipsins ljósmynd af skipinu í Húsavíkurhöfn að gjöf frá höfninni. Skipstjórinn, kapteinn Uli Demel, þakkaði fyrir gjöfina og færði Stefáni að gjöf bókina Ship in the Wilderness.


Stefán Stefánsson og kafteinn Uli Demel. © Hafþór.

Bókin Ship in the Wilderness er um skipið Explorer og ferðir þess.


Flettingar í dag: 267
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9394908
Samtals gestir: 2007347
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 06:02:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is