Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

24.11.2007 17:47

Séra Jón kominn til Kópaskers.

Nýr bátur, Séra Jón SH 163, kom til hafnar á Kópaskeri í gærkveldi. Báturinn sem er 11,3 brúttótonn að stærð er gerður út af  Axarskafti ehf. og kemur í stað minni báts sem hefur verið seldur. Báturinn var smíðaður í Guernesey á Englandi 1988 og hét upphaflega Séra Jón HF. Síðar var hann seldur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Grunnvíkingur RE 163. Báturinn var síðar seldur Kristni J. Friðþjófssyni ehf. í Snæfellsbæ og fékk hann aftur nafnið Séra Jón og nú SH 163.
Báturinn hefur gengið í gegnum talsverðar breytingar frá því hann kom til landsins, hann var skutlengdur 1991 og yfirbyggður 2004. Þá hefur einhvern tímann verið sett á hann perustefni ásamt breytingum á framenda. Þá var skipt um aðalvél 1999 og er nú í honum 167 hestafla Perkinsvél. Séra Jón hafði viðkomu á Húsavík á siglingu sinni til Kópaskers og þá tók ég þessa mynd af honum.


2012.Séra Jón SH 163 ex Grunnvíkingur RE 163. © Hafþór.


2012.Grunnvíkingur RE 163 ex Séra Jón HF. © Hafþór.

2327.Steini Ólafs Björns ÞH 14 ex Svanlaug Björns ÍS. © Hafþór.
Þetta er báturinn sem Séra Jón leysir af hólmi.

Flettingar í dag: 630
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399724
Samtals gestir: 2008184
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 15:41:33
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is