Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

29.10.2007 17:27

Kristinn Lárusson GK seldur til Noregs.

Línubáturinn Kristinn Lárusson GK 500 hefur, samkvæmt heimasíðu Viðskiptahússins, verið seldur til Noregs. Nýir eigendur munu taka við skipinu, sem legið hefur við bryggju í talsverðan tíma, í næsta mánuði. Báturinn hét upphaflega Grótta RE 128 og var byggður í Harstad í Noregi 1963. Þá mældist hann 184 brl. að stærð en við brotthvarf úr flotanum nú 44 árum seinna mælist hann 183 brl. að stærð. Upphaflegur eigandi bátsins var Gísli Þorsteinsson Reykjavík en árið 1971 keypti Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan hf. á Akranesi hann. Hann hélt Gróttunafninu en fékk einkennisstafina AK 101. Hafbjörg hf. á Akranesi eignaðist Gróttu árið 1973 og gerði út allt til ársins 1984. Þá kaupir Gylfi Baldvinsson bátinn sem fékk nafnið Heiðrún EA 28. 1987 lætur Gylfi byggja yfir bátinn í Vestnes í Noregi auk þess sem skipt var um brú honum. Samherji hf. kaupir útgerð Gylfa einhverjum árum síðar og selur bátinn til Patreksfjarðar þar sem fær nafnið Guðrún Hlín BA. þá fer hann til Bolungavíkur þar sem hann fær nafnið Hrafsneyri ÍS 10. Þorbjörn hf. í Grindavík kom að þessu fyrirtæki sem gerði Hrafnseyrina út og var hún síðar skráð með heimahöfn í Grindavík og einkennisstafina GK 411. Vorið 2001 kaupir Eyrarsund ehf.í Sandgerði bátinn af Þorbirninum og fær hann þá nafnið Kristinn Lárusson GK 500. Hann var keyptur til að afla hráefnis fyrir fiskvinnslu Ný-fisks í Sandgerði en hefur eins og áður kom fram legið mikið við bryggju síðustu árin. Síðasta löndun hans er 29 apríl 2005. Lundey ehf. er skráður eigandi hans síðustu misserin.


72.Kristinn Lárusson GK 500 ex Hrafnseyri GK 10. © Hafþór.

72.Heiðrún EA 28 ex Grótta AK 101.www.shipsale.is
  

Flettingar í dag: 649
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 688
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 9224562
Samtals gestir: 1990566
Tölur uppfærðar: 20.7.2019 08:35:50
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is