Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

23.10.2007 18:49

Valberg og Valberg.

Þessa mynd hér að neðan sendi Sveinn Ingi í Álsundi mér á dögunum en hann tók hana í slippnum í Njarðvík þann 17. okt. sl. Báturinn á myndinni er Valberg VE 10. Báturinn hét Saxhamar SH 50 frá því hann var smíðaður í Stálvík 1969 allt þar til nýr Saxhamar SH 50 var keyptur árið 2006. Þá fékk báturinn nafnið Saxhamar II SH en Útnes hf. á Rifi var eigandi hans allt þar til núverandi eigandi, A.G.Valberg ehf. keypti hann fyrir skömmu.


1074. Valberg VE 10 ex Saxhamar II SH.


127.Valberg VE 10 ex Kristbjörg II HF 75 ©
Hafþór.

Þessa mynd hér að ofan tók ég í Njarðvík 31. maí 2006 en þá var verið að skvera Valberg VE 10, sem nú heitir Valberg II VE 105 og er í eigu Vaktskipa ehf. Þessi bátur, sem smíðaður var í Flekkufirði í Noregi 1964 og hét upphaflega Guðbjartur Kristján ÍS 280 og síðar Víkingur II ÍS 280. Eigandinn var Eyr hf. á Ísafirði. Báturinn hvarf um tíma af skipaskrá en kemur aftur inn 2004 eða 2005 sem Tjaldanes ÍS og síðar Kristbjörg II HF.

Báðir þessir bátar eru í dag skráðir þjónustubátar og notaðir, eða verða notaðir (1074), sem slíkir erlendis.

Flettingar í dag: 649
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 688
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 9224562
Samtals gestir: 1990566
Tölur uppfærðar: 20.7.2019 08:35:50
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is