Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.10.2007 22:47

Bátur vikunnar er að grotna niður á vegum ríkisins.

Bátur vikunnar að þessu sinni var smíðaður hjá Gunnari Jónssyni á Akureyri 1929 og hét upphaflega Kári Sölmundarson EA 454. Báturinn var skráður 12 brl. að stærð og í eigu Jóns Halldórssonar á Ólafsfirði frá 22. nóv. 1930. Seldur 1941 Njáli Stefánssyni og Jörundi Jóhannssyni í Hrísey, báturinn hét Jörundur Jónsson EA 454. Upphaflega var í honum 38 hestafla Tuxham aðalvél en 1943 var sett í hann 60 hestafla Kahlenberg aðalvél. 1947 er báturinn seldur á Hofsós, kaupandi er Sigurbergur S. Jóhannsson og nefnir hann bátinn Kára SK 61. 1953 er báturinn aftur seldur á Eyjafjarðarsvæðið, nú til Akureyrar. Kaupendur eru þeir Jóhannes Magnússon og Þorsteinn Símonarson sem halda Káranafninu á bátnum en einkennisstafirnir voru EA 44. 1955 er Þorsteinn Símonarson skráður einn eigandi bátsins og sama ár er sett í hann ný aðalvél, nú 75 hestafla GM dieselvél. Kári EA er seldur til Hafnarfjarðar 1959, kaupandinn er Haraldur Kristjánsson, ekki er séð að um nafnabreytinguhafi verið að ræða en báturinn var stuttan tíma í eigu Haraldar. Þórður J. Jónsson og Helgi Guðmundsson Kvígindisfelli í Tálknafirði kaupa bátinn 1960 og nefna hann Höfrung BA 60. Þórður J. Jónsson Suðureyri í Tálknafirði er einn skráður eigandi bátsins frá árinu 1962 allt til ársins 1988 að hann er tekinn af skrá og afhentur Þjóðminjasafninu til varðveislu.  Heimild Íslensk skip.

Nú spyr ég mér fróðari menn hvort þetta sé rétt því ég hef  haldið í gegnum tíðina að Höfrungur BA 60 hafi verið með heimahöfn og gerður út frá Bíldudal.


598.Höfrungur BA 60 ex Kári EA 44. ©Hafþór.

Á fréttavefnum www.bildudalur.is má sjá frétt síðan 25. febrúar sl. um bátinn þar sem segir að bíldælingar vilji koma bátnum heim og koma honum í haffært ástand að nýju. 
http://www.bildudalur.is/?c=webpage&id=2&lid=2&option=links


Þarna lá Höfrungur BA 60 lengi vel.Flettingar í dag: 649
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 688
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 9224562
Samtals gestir: 1990566
Tölur uppfærðar: 20.7.2019 08:35:50
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is