Hér er mynd af vertíðarbátnum Gulltoppi ÁR 321 koma til hafnar í Þorlákshöfn þann 2. apríl 2006 með um 8 1/2 af þorski.. Þetta mun hafa verið síðasta netavertíðin, í bili a.m.k., hjá þessum báti því hann var seldur síðar á árinu. Í dag heitir hann Litlaberg ÁR og á síðasta kvótaári landaði hann sjö sinnum, og dreifði því á fjórar hafnir. Hann var gerður út á línu og landaði í Þorlákshöfn, Reykjavík, Ólafsvík og Ísafirði. Svo er bara spurning hvað hann landi oft á yfirstandandi kvótaári.

13.Gulltoppur ÁR 3321 ex Snætindur ÁR 88.

13.Snætindur ÁR 88 ex Blátindur VE.
Það stendur í skipaskrá að hann hafi verið lengdur 1995. Var hann ekki skutlengdur síðar ?