Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

26.08.2007 22:26

Bátur vikunnar hét eitt sinn Ásgeir ÞH 198.

Bátur vikunnar hét eitt sinn Ásgeir ÞH 198 og var gerður út frá Húsavík. Upphaflega hét báturinn Bliki EA 12 og var í eigu Blika hf. á Dalvík sem lét smíða hann á Akureyri. Bliki, sem var 20 brl. að stærð var smíðaður 1971 og var í eigu dalvíkingana til ársin 1975 er þeir selja hann til Ólafsvíkur. Þar fær hann nafnið Jói á Nesi SH 159 og eigendur eru Pétur F. Karlsson, Magnús Guðmundsson og Kim Mortensen. Til húsavíkur kemur báturinn 1978 og fær þá Ásgeirsnafnið, eigendur eru Magnús Andrésson og Þórður Ásgeirsson. Upphaflega var í honum 230 hestafla Scania aðalvél en árið 1982 setja þeir Doddi og Maggi í hann 328 hestafla Volvo Penta aðalvél. Þeir selja síðan bátinn til Ómars Valgeirs Karlssonar á Hvammstanga árið 1984 og fær hann nafnið Haförn HU 4. Haförn er seldur 1988 Einari Ásgeirssyni á Breiðdalsvík og verður Haförn SU 4.  Heimild Íslensk skip.


                                                               1186.Ásgeir ÞH 198 ex Jói á Nesi SH 159.

Eins og fram kemur að ofan er báturinn á Breiðdalsvík 1988, ég man nú ekki hvernig útgerðarsaga hans var eftir það en minnir að hann hafi verið í Hafnarfirði og síðan aftur á Hvammstanga. Þaðan var hann svo er keyptur aftur til sinnar upphaflegu heimahafnar, Dalvíkur, árið 2000 . Þar fékk hann nafnið Muggur EA 26 og hefur undanfarin ár legið í Dalvíkurhöfn. Þar var búið að rífa m.a. af honum stýrishúsið og einhver laumaði því að mér að til stæði að gera úr honum seglskip. Hann liggur nú í höfninni á Akureyri.Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 833
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 9400398
Samtals gestir: 2008292
Tölur uppfærðar: 14.12.2019 07:30:45
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is