Hér koma tvær myndir sem ég tók í Þorlákshöfn á vetrarvertíð 1982. Ég ætla ekkert að skrifa um þær en óska eftir athugasemdum um þær í áliti. Ég er ekki frá því að eitthvað merkilegt kæmi upp. Þessar myndir, og fleiri frá þessum tíma sem kannski eiga eftir að koma fyrir sjónir ykkar, eru teknar á fermingarvélina mína af Kodak gerð. Nánar tiltekið svo kölluð vasamyndavél og (ó) gæðin eru eftir því.

