Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

21.08.2007 23:17

Grímur ÞH 25 við bryggju á Húsavík.

Hér er enn ein mynd úr safni Hreiðars Olgeirssonar. Sýnir hún vélbátinn Grím ÞH 25 við bryggju á Húsavík. Grímur ÞH var í eigu þeirra Ásgeirs Kristjánssonar,Kristjáns Ásgeirssonar og Þormóðs Kristjánssonar á Húsavík. Grímur, sem var smíðaður á Akureyri 1953, var 8 brl. að stærð með 44  hestafla Kelvin dísel aðalvél. 1962 var sett í hann 86 hestafla Ford Parson díselvél. Grímur ÞH 25 var seldur frá Húsavík til Siglufjarðar 1969 þar sem hann hét Grímur áfram en með einkennisstafina SI 5. Þaðan var hann seldur til Akraness 1972, enn hélt hann nafninu en einkennisstafirnir AK 5. Bátnum var siglt upp í Skarðsvík á Snæfellsnesi eftir að leki kom að honum. Mannbjörg varð. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 6. júlí 1973. Heimild Íslensk Skip.


466.Grímur ÞH 25.

Flettingar í dag: 547
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 833
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 9400474
Samtals gestir: 2008297
Tölur uppfærðar: 14.12.2019 08:32:36
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is