Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

24.07.2007 00:09

Bátur vikunnar hét eitt sinn Sæborg.

Bátur vikunnar var smíðaður árið 1919 í reykjavík og hét upphaflega Sæfari GK 491 í eigu Elíasar Þorsteinssonar í Keflavík. 1936 var eigandi skráður Guðný Guðmundsdóttir Keflavík en 1943 er hann seldur. kaupendur voru Ágúst Pálsson, Guðmundur Ágústsson, Lárus Elíasson, Sigurður Steindórsson og Gunnar Jónatansson Stykkishólmi og Jón Halldórsson Reykjavík. Báturinn hét Sæborg SH 7. Upphaflega var báturinn mældur 14 brl. en 1945 var hann lengdur og mældist þá 17 brl. að stærð. Ólafur Aðalsteinsson á Húsavík kaupir bátinn 1949, hann heitir áfram Sæborg en fær einkennisstafina TH 55. 1959 eða 1960 breytast þeir í ÞH 55. Sæborg ÞH var talinn ónýt og tekin af skrá 1969.
Upphaflega vélin í bátnum var 30 hestafla Alpha en 1929 var sett í hann 40 hestafla Skandia vél.1946 var sett í hann 75 hestafla Bolinder vél og loks 1961 var sett í hann 134 hestafla Scania díeselvél. Heimild Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

                                                                  823.Sæborg ÞH 55 ex Sæborg TH 55.

Í Sögu Húsavíkur segir að 1949 hafi þeir bræður Ólafur og Karl Aðalsteinssynir keypt í félagi við þriðja bróðirinn Hermann á Hóli og Baldur Árnason frá Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi sautján tonna bát frá Stykkishólmi. Þetta varð Sæborg TH 55, síðar ÞH 55 og var með 75 hestafla Bolinder vél. Árið 1961 skiptu þeir um vél í bátnum og settu í hann 134 hestafla Scania Vabis vél. Ólafur keypti fljótlega hlut Baldurs  og Hermann seldi bræðrum sínum sinn hlut nokkru síðar og áttu þá Karl og Ólafur sinn helminginn hvor. Árið 1968 keyptu synir Karls, Óskar og Aðalsteinn hlut Ólafs og árið eftir tók Aðalsteinn við skipstjórn af föður sínum. Seinna sama ár var Sæborgin talin ónýt og ný Sæborg smíðuð á Akureyri og kom hún til Húsavíkur 1970.
                                                                                   Heimild Saga Húsavíkur IV bindi.

 

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396287
Samtals gestir: 2007526
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 21:36:41
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is