Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

13.02.2007 22:48

Bátur vikunnar #6 2007 er skuttogari.

Bátur vikunnar er skuttogari, Oddeyrin hin fyrsta sem Samherjamenn gerðu út. Oddeyrin var smíðuð á Akureyri 1986 og var annað tveggja raðsmíðaskipa sem Slippstöðin smíðað á þessum tíma. Hitt var Nökkvi HU 15. Sigurður Ágústsson hf. í Stykkishólmi keypti Oddeyrina seinna og nefndi Hamra -Svan SH 201. Hamra-Svanur var síðan seldur til Færeyja þar sem hann er nú gerður út undir nafninu Kallsevni TN 330. Systurskipið Nökkvi HU var einnig seldur til Færeyja og heitir nú Grímur Kamban TN 320, hann er í eigu sama aðila og Kallsevni.

1757.Oddeyrin EA 210 á rækjuveiðum.

Í bókinni Íslensk Skip 1. bindi eftir Jón Björnsson er sagt að skipsnafnið Oddeyrin hafi verið til hér áður fyrr. Erlendur maður að nafni O. Housken hafi gert hana út hér við land á árunum 1885-1890.

Í færeysku skipaskránni www.skipalistin.fo er saga skipanna tveggja og vitnað í frétt af komu þeirra. Gaman er að lesa þetta og hér smá sýnishorn :

"Longdin av teimum nýggju skipunum liggur um 40 ávikavist 39 metrar meðan og breiddin liggur um góðar 8 metrar. Grímur Kamban hevur svínarygg og er tí umleið ein metur longri enn Kallsevni. Skipini eru bygd á Akureyri í 1986 ávikavist 1987 og eru skrásett til 502 ávikavist 472 bruttu tons".

 

Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396227
Samtals gestir: 2007521
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 20:31:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is