Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

11.02.2007 22:59

Nýja Oddeyrin EA 210 kemur til Akureyrar.

2750.Oddeyrin EA 210 ex Andenesfisk II.

Tók þessa mynd í dag þegar Oddeyrin EA 210 hin nýja kom til heimahafnar á Akureyri.  Set fleiri myndir inn í albúm fljótlega.

Á fréttavefnum www.akureyri.net segir:

Þriðja Oddeyrin til Akureyarar

Nýtt skip bættist í flota Samherja í dag þegar Oddeyrin EA 210 lagðist að Oddeyrartangabryggjunni nú í hádeginu. Þetta er þriðja skip Samherja með þessu nafni og eru 20 ár frá því að það fyrsta kom til Akureyrar. Fjöldi fólks var mættur til að taka á móti hinu nýja skipi þar á meðal bæjarstjóri Akureyrar Sigrún Björk og Þorsteinn Már framkvæmdastjóri Samherja. Skipið er smíðað á Spáni árið 2000 en kemur hingað frá Noregi þar sem það hét Andenesfisk II það er 55 metra langt og 12 metra breitt. Togarinn er útbúin til að draga tvö troll í einu og með búnaði til frystingar um borð. Skipstjórar á hinu nýja skipi verða þeir Hjörtur Valsson sem var að koma með Víði úr mettúr og Guðmundur Guðmundsson sem áður var á Akureyrinni. Í áhöfn er gert ráð fyrir að það verði 15-18 manns.

Guðmundur Freyr Guðmundsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Hjörtur Valsson.

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396287
Samtals gestir: 2007526
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 21:36:41
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is