Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

26.08.2006 10:05

Sigurvin GK 119 sökk á Breiðafirði.

Mannbjörg varð þegar Sigurvin GK 119, 28 brl. eikarbátur, sökk á Breiðafirði í gærkveldi. Þá var báturinn staddur um 15 sjm. norðvestur af Rifi á Snæfellsnesi. Svo segir frá þessu á vef Landsbjargar, www.landsbjorg.is í gærkveldi:

Rétt fyrir klukkan níu í kvöld bárust boð frá neyðarsendi 30 tonna eikarbáts sem staddur var NV af Rifi. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björg frá Rifi, hélt skömmu síðar á sjó til leitar sem og skemmtibáturinn Svalan. Þyrla landhelgisgæslunnar TF-LÍF fór einnig á staðinn.
 
Skemmtibáturinn Svalan fann mennina þrjá í gúmbjörgunarbát og tók þá um borð en eikarbáturinn var þá sokkinn. Því næst fóru mennirnir þrír um borð í björgunarskipið Björg þaðan sem þyrlan hífði þá upp og flaug með til Reykjavíkur. Skipverjarnir voru nokkuð hressir miðað við aðstæður.

1201.Sigurvin GK 119 ex Sigurvin SH 119.

Sigurvin GK 119 var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1972 og hét upphaflega Guðbjörg HU, það held ég að hafi verið vegna þess að báturinn var á innfjarðarveiðum á rækju í Húnaflóa og ef einhver veit eitthvað um það skrifið um það í álitiðð hér að neðan. Síðar var hann lengi gerður út frá Reykjavík, hét enn Guðbjörg og einkennisstafirnir voru RE 21.

1201.Guðbjörg RE 21 ex Guðbjörg HU.

Báturinn var seldur til Vestmannaeyja frá Reykjavík þar sem hann bar nöfnin Sigurbára VE og Gæfa VE og síðar er hann í Grindavík sem Gæfa GK, síðar Sigurvin SH og loks Sigurvin GK.

 

 

 

Flettingar í dag: 325
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399419
Samtals gestir: 2008150
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 06:09:24
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is