Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

03.08.2006 17:31

Bergur Elías Ágústsson ráðinn sveitarstjóri Norðurþings..........

     Bergur Elías Ágústsson, Mynd www.eyjar.net

Og það fór eins og www.skarpur.is sagði frá áðan, að Bergur Elías Ágústsson yrði ráðinn sveitarstjóri Norðurþings.

www.skarpur.is :
Byggðaráð sveitarfélagsins Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Berg Elías Ágústsson í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Auglýst var eftir sveitarstjóra og bárust 13 umsóknir en tvær voru dregnar til baka. Eftir umsögn utanaðkomandi ráðningarþjónstu var einn umsækjendanna metinn hæfur en niðurstaða meirihluta byggðaráðs var að hafna öllum umsóknum. Í framhaldi af því var ákveðið að ráða Berg Elías í starfið. Bergur Elías Ágústsson var á síðasta kjörtímabili bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Bergur er 43 ára að aldri, fæddur og uppalinn Vestmannaeyingur og menntaður í hagfræði frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö í Noregi. Hann hefur gegnt margvíslegum stjórnundarstörfum í atvinnulífi hér á landi, m.a. sem rekstrarstjóri og síðar framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. , Dvergasteins, framkvæmdastjóri fisk-vinnslufyrirtækjanna NASCO og Norðuróss á Blönduósi. Árið 2003 tók Bergur Elías við starfi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og gegndi því til loka kjörtímabils í ár. ?Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau spennandi viðfangsefni sem framundan eru hjá Norðurþingi. Þetta er nýtt sveitarfélag og mjög áhugavert að vinna að uppbyggingu á því og öllum þeim tækifærum sem nýju sveitarfélagi fylgja. Í öðru lagi er framundan uppbygging á stóriðju við Húsavík og verður mjög áhugavert að fá að vera þátttakandi í því stóra verkefni,? segir Bergur Elías, sem kemur til starfa hjá Norðurþingi nú í ágústmánuði. Bergur Elías er í sambúð með Bryndísi Sigurðardóttir og eiga þau tvo syni fædda 1998 og 2001. Auk þess á Bergur tvær dætur frá fyrra hjónabandi fæddar 1991 og 1993.

www.skarpur.is greinir frá því rétt í þessu að nú sé fundað um ráðningu sveitarstjóra Norðurþings :

Nú stendur yfir fundur í byggðaráði Norðurþings. Fundurinn hófst kl. 16 og sagði Jón Helgi Björnsson bæjarfulltrúi að stefnt væri að því á fundinum að ganga frá ráðningu sveitarstjóra Norðurþings. Samkvæmt heimildum Skarps er sá Bergur Elías Ágústsson. Bergur Elías er fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og starfaði sem slíkur á sínum tíma í umboði meirihluta V-listans (kosningabandalags Vinstri-Grænna, Samfylkingarinnar og framsóknarmanna). Bergur Elías er sjávarútvegsfræðingur að mennt frá Tromsö, og stundaði meðal annars rannsóknarstörf hjá hagfræðideild norsku sjávarútvegsstofnunarinnar um sex ára skeið. Eftir að hann kom frá Noregi starfaði hann við sjávarútveg þar til hann tók við bæjarstjórastarfinu í Vestmannaeyjum.

 

Flettingar í dag: 284
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396025
Samtals gestir: 2007481
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 07:14:31
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is