Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

31.07.2006 00:11

Húsavíkurhátíðinni lokið.

Þá er Húsavíkurhátíðinni lokið og óhætt að segja að vel hafi tekist, stútfull dagskrá Sænskra daga og Mærudaga og veðurguðirnir gerðu þessa hátíð frábæra. Ég mun setja inn myndaalbúm frá þessu innan tíðar en hér kemur sýnishorn af blómstrandi mannlífi þessa daga.

Um 180 manns þáðu boð Norðursiglingar og Veitingahússins Sölku um siglingu yfir í Náttfaravíkur, nánar tiltekið í Rauðuvík þar sem Sölkumenn grilluðu lambakjöt ofan í liðið. Ferðin þótti takast með miklum ágætum og áttu farþegar varla til nógu sterk orð til að lýsa upplifun sinni í ferðinni.

Meðal þeirra sem fóru yfir í Rauðuvík var Kristján Óskarsson á Húsavík og var dótturdóttir hans Guðrún Kristín Svavarsdóttir með honum í för.

 

Leikmenn úr liði Völsunga sem komust upp í efstu deild fyrir tuttugu árum, komu saman á Húsavíkurhátíðinni og léku leik þar sem skipt var í ungir gamlir.Mjög góð mæting var hjá leikmönnum og margir komnir langt að en sínu lengst Helgi Helgason frá Grafarbakka sem býr í Þýskalandi,og þá dúkkaði Guðmundur Ólafssonn þjálfari upp í þann mund sem leikurinn var að byrja og varð leikurinnhin besta skemmtun.

Meðal þeirra sem nutu góða veðursins og mannlífsins á hafnarstéttinni á laugardag voru prestshjónin á Húsavík, Sr. Sighvatur Karlsson og Auður Ásmundsdóttir.                                  

Flettingar í dag: 295
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 778
Gestir í gær: 124
Samtals flettingar: 9401000
Samtals gestir: 2008406
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 07:11:51
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is