Var að setja inn nýtt myndaalbúm með myndum sem ég tók þegar eldri borgarar á Húsavík og í nærsveitum héldu grillveislu í Sultum í Kelduhverfi á dögunum. Farið á tengil á myndaalbúm hér til hægri á síðunni.

Íbúðarhúsið í Sultum. (ekki er búið á jörðinni lengur en hún er nýtt til frístunda af afkomendum Hallgríms Björnssonar og Önnu Gunnarsdóttur síðustu ábúenda í Sultum).

Séð suður í Stekkjarsult þar sem sumarhúsin og tjaldstæðin eru.