Bátur vikunnar er gamall eikarbátur, byggður í Danmörku 1964. Sveinbjörn Jakobsson SH 10 hefur verið gerður út frá Ólafsvík alla tíð og verið í eigu Dvergs hf.

260.Sveinbjörn Jakobsson SH 10.
Sveinbjörn Jakobsson SH 10 var upphaflega mældur 109 brl. en var endurmældur 1969 og mældist þá vera 103 br. Upphafleg aðalvél bátsins var 495 hestafla Lister en árið 1983 var sett í það 495 hestafla Mirrles Blackstone. (heimild Íslensk skip eftir Jón Björnsson)
Nú hefur orðið breyting á því samkvæmt vef Fiskistofu er einkennisstafir bátsins nú SH 104 og nýr Sveinbjörn Jakobsson SH 10 er væntanlegur til heimahafnar í Ólafsvík innan tíðar. Þar er á ferðinni 101 brl. stálbátur sem að stofninum til telst vera smíðaður 1967 á Akranesi og hét upphaflega Drífa RE. Báturinn gekk undir ýmsum nöfnum en hét síðast Sæbjörg ST 7 og var endurbyggður hjá Ósey í Hafnarfirði 1997. Skipt var um aðalvél árið 2001 en þá var sett í hann 632 hestafla Caterpillar.

1054.Sæbjörg ST 7 nú Sveinbjörn Jakobsson SH 10.