Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

19.07.2006 01:22

Mokveiði á rækju, gamla mynd vikunnar.

Gamla mynd þessarar vikur er frá því í gömlu góðu daga er rækjan mokveiddist og var síðan unnin í rækjuverksmiðjum í landi. Nú er þetta liðin tíð, þó er einhver veiði enn í hafinu, en svo er búið að koma málum fyrir á Húsavík að rækja verður vart unnin þar í nánustu framtíð ef einhvern tímann aftur.

Myndina tók Hreiðar Olgeirsson skipstjóri á Kristbjörgu ÞH 44 þegar verið var á innfjarðarrækjuveiðum í Öxarfirði og eru þeir Már Höskuldsson og Stefán Hallgrímsson að losa síðasta pokan úr hali sem greinilega gaf vel. Fjórði skipverjinn um borð var Skarphéðinn Olgeirsson en myndin er tekin einhvern tímann á árunum 1985-7 að ég held. Innfjarðarrækjunni úr Öxarfirði var landað til vinnslu á Kópaskeri en þegar báturinn var á úthafsrækjuveiðum fór aflinn til vinnslu á Húsavík.

Flettingar í dag: 295
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 778
Gestir í gær: 124
Samtals flettingar: 9401000
Samtals gestir: 2008406
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 07:11:51
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is