Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

12.07.2006 22:42

Bátur vikunnar er smíðaður 1963

Bátur vikunnar að þessu sinni er smíðaður árið 1963 í Noregi, þetta er Faxi GK 44 eigandi Einar Þorgilsson & co h/f. í Hafnarfirði.

Einar Þorgilsson & co h/f gerði skipið út til ársins 1985 er Júlíus Stefánsson kaupir það og nefnir Snæfara RE 76, síðar HF 186. Skipið var selt Langanesi h/f. á Húsavík og hét þá Björg Jónsdóttir ÞH 321en fljótlega kaupir Júlíus það aftur. Skipið er síðan selt Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum þar sem það fær nafnið Styrmir VE 82. Síðan heitir skipið Styrmir KE, Styrmir ÍS , aftur Styrmir KE og loks Hera Sigurgeirs BA og eftir nokkuð langa legu í höfn var það selt erlendis í brotajárn.

 

Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396227
Samtals gestir: 2007521
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 20:31:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is