Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

12.07.2006 00:02

Nýtt glæsilegt fjölveiðiskip Samherja kom til Akureyrar.

Í dag kom nýtt glæsilegt fjölveiðiskip til Akureyrar en Samherji hf. festi kaup á skipinu fyrir skömmu. Svo segir á heimasíðu Samherja hf. www.samherji.is í dag:

Samherji kaupir skip til uppsjávarveiða

Samherji hf. hefur fest kaup á skipi á Shetlandseyjum. Skipið er 71 metri að lengd og 13 metrar á breidd og sérstaklega hannað til uppsjávarveiða. Það hefur 10.000 hestafla vél og burðargeta þess er 2.100 tonn í sjókælitönkum (RSW). Skipið var smíðað í Noregi árið 1998.

Skipið, sem nú ber nafnið Serene LK-297, kemur til Akureyrar á morgun þriðjudag en verður afhent Samherja síðar í vikunni. Það mun hljóta nafnið Margrét EA-710 en skip með því nafni hefur nú verið í eigu félagsins í 20 ár. Ráðgert er að skipið fari í sína fyrstu veiðiferð fyrir Samherja innan skamms.

Samherji hefur ávallt kappkostað að hafa sem bestan og fullkomnastan búnað í veiðum og vinnslu til að búa sem best að starfsfólki sínu og auka samkeppnishæfni félagsins. Kaupin á Serene eru þannig liður í nauðsynlegri endurnýjun skipastóls fyrirtækisins en reiknað er með að á næsta ári fari eldra skip úr rekstri fyrir hið nýja skip.

Ég renndi á eyrina til að mynda skipið og hér eru nokkrar myndir frá komu þess, fleiri myndir fara inn í albúm fljótlega. Þessi mynd hér að ofan er ekki alveg sannleikanum samkvæmt og því er hún orginal hér:

Serene LK 297 frá Whalsay á Hjaltlandseyjum.

Samherjafrændur Kristján Vilhelmsson tv. og Þorsteinn Már Baldvinsson með skipstjóra Serene og einn fyrrum sjö eigenda þess á milli sín í brúnni.

Þorsteinn Már benti mér á merkið á stefni skipsins en það sýnir eyjuna Whalsay og eins og fyrr segir voru eigendur skipsins sjö talsins og eru upphafsstafirnir í nöfnum þeirra í hring um myndina af Whalsay en þaðan er Serene LK-297 og útgerð þess.

Hægt er að skoða tæknilegar upplýsingar um skipið á síðunni hjá þeim bræðrum á Skagaströnd, Jobba og Gumma á slóðinni

http://www.123.is/jobbioggummi 

Eins og segir hér að ofan í fréttatilkynningu Samherja hf. hefur fyrirtækið haft Margréti EA 710 í sínum flota í  20 ár og hér að neðan má sjá það skip eins og það leit út eftir lengingu 1986 en síðar var skipt um brú á skipinu.

Svo segir um Margréti EA-710 á heimasíðu Samherja hf.
Tegund: Frystitogari
Smíðaár: 1977
Smíðastaður: Kristiansund, Noregi
Lengd: 58.50 metrar
Vélarafl: 2.203 hestöfl
Brúttótonn: 842 tonn
Athugasemdir: Lengt og hækkað 1986

Margrét EA 710 bættist í flota Samherja í lok ársins 1986.  Skipið var ísfisktogari er það var keypt en gekkst undir breytingar í frystiskip.  Margrét hefur verið gerð út til ræku- og bolfiskveiða. 

 

Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396227
Samtals gestir: 2007521
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 20:31:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is