Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

04.07.2006 19:00

Bátur vikunnar vekur athygli ferðamanna

Bátur vikunnar hefur verið í slipp frá árinu 2002, á Húsavík. Hann heitir Reynir GK 177 og var smíðaður 1970 í Stykkishólmi. Hann hét upphaflega Jón Helgason ÁR en hefur borið þó nokkur nöfn síðan þá. Var m.a. hér fyrir norðan og hét á þeim tíma Bliki EA, þá Guðrún Jónsdóttir SI og loks Þorleifur EA.

1105.Reynir GK 177 í sinni hinstu siglingu, frá bryggjunni í slippinn.

Þessi langi tími Reynis í slippnum á Húsavík er tilkominn vegna þess að menn uggðu ekki að sér á leið sini til hafnar á Húsavík og sigldu á fullri ferð á brimvarnargarð sem var verið að gera framan við höfnina á Húsavík. Við það skemmdist báturinn og var tekinn upp í slipp til að kanna skemmdirnar og þar er hann ennþá. Báturinn reyndist svo illa skemmdur að ekki þótti borga sig að gera við hann og síðan hefur hann drabbast þarna niður.

Reynir GK hefur verið hið ágætasta módel þarna í slippnum og hafa oft sést ferðamenn, ljósmyndarar og aðrir listamenn á vappi við hann og hér hefur hann vakið áhuga litstamanns sem dró upp þessa fínu mynd af honum. 

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396287
Samtals gestir: 2007526
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 21:36:41
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is