Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.04.2006 21:28

Bátur vikunnar...er togari

Bátur vikunnar að þessu sinni er togari, skuttogari sá fyrsti er smíðaður var fyrir húsvíkinga. Hann hét Júlíus Havsteen,nefndur eftir fyrrverandi sýslumanni þingeyinga, og hafði einkennistafina ÞH 1. Hann var í eigu Höfða hf. allt þar til nýr og stærri Júlíus Havsteen var keyptur frá Grænlandi . Júlíus Havsteen ÞH 1 var tæplega 300 brl. að stærð, smíðaður á Akranesi árið 1976 og var Benjamín Antonsson skipstjóri á honum þar til Kolbeinsey ÞH 10 bættist í togaraflota Höfða hf. Þá tók við skipstjórn Jóhann Gunnarsson sem var með hann allt þar til togarinn var seldur. Þá tók Jóhann við nýja Júlíusi, stóð áfram í brúnni á honum er hann varð Rauðunúpur ÞH 160 og gerir enn á skipinu sem nú heitir Sólbakur EA 7.

 

Þegar nýji Júlíus var keyptur frá Grænlandi var þessi seldur Guðmundi Eiríkssyni sem nefndi hann Þórunni Havsteen ÞH 40. Guðmundur seldi hann síðar  til Noregs.

Flettingar í dag: 541
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 700
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 9398268
Samtals gestir: 2007971
Tölur uppfærðar: 11.12.2019 21:13:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is