Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

16.04.2006 13:55

Aflahæsti báturinn á vetrarvertíð 1981 var...

Allflestir voru með það rétt að Þórunn Sveinsdóttir VE hafi verið aflahæsti báturinn á vetrarvertíð 1981.

Á vetravertíð 1981 var ákveðið netastopp af Sjávarútvegsráðuneytinu þann 8 maí þó lokadagur vertíðar væri sá 15. Jón á Hofi ÁR (1562) var aflahæstur netabáta þegar netastoppið hófst með 1514,4 tonn, Þórunn Sveinsdóttir VE (1135) kom fast á hæla hennar með 1509,5 tonn og sá þriðji var Höfrungur III ÁR (249) með 1463,7 tonna afla. Friðrik Sigurðsson ÁR (980) var fjórði með 1460,1 tonn og fimmti Suðurey VE (1258) með 1418,5 tonn. Skipstjóri á Jóni á Hofi var Jón B. Björgvinsson.

Sigurjón Óskarsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE, tók því rólega í nokkra daga ásamt áhöfn sinni eftir að netastoppið hófst. Hann tók síðan fiskitrollið um borð og fór í einn róður og endaði með 1539 tonna afla á lokadaginn og þar með aflahæsta skip bátaflotans  á vetrarvertíðinni 1981.

                                                                                                                                                     (Uppl. Íslenskur Annáll 1981)

 

Sigurjón Óskarsson

 

Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 700
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 9398300
Samtals gestir: 2007977
Tölur uppfærðar: 11.12.2019 22:22:39
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is