Bátur vikunnar að þessu sinni er Frosti II ÞH 220 frá Grenivík. Báturinn sem er með stærri eikarbátum sem smíðaðir voru á Íslandi (Hafnarfirði 1969) hét upphaflega Arney SH 2 og mældist 132 brl. Síðar, eða árið 1973, kaupa þeir Óskar Þórhallsson frá Húsavík og Dagur Ingimundarson bátinn sem hélt nafni sínu en fékk einkennisstafina KE 50. 1977 er báturinn seldur til Húsavíkur og fékk hann nafnið Jón Sör ÞH 220 eigandi Norðurborg hf. 1978 kaupir Frosti hf. á Grenivík bátinn sem fékk nafnið Frosti II en var áfram með sömu einkennistafi. Þegar þeir Frostamenn snéru sér að togaraútgerð (Með kaupum á Hjalteyrinni EA ssknr. 1630) seldu þeir Frosta II til Hríseyjar þar sem hann fékk nafnið Eyrún, einkennistafirnir EA 155 eigandi Rif ehf.

1094.Frosti II ÞH 220 að draga netin á Breiðafirði.
Hvað varð svo um þennan bát ? gaman væri ef einhver veit það að það komi fram, var hann brenndur ? sökkt ? eða seldur úr landi ?