Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

28.02.2006 22:25

Gamla myndin þessa vikuna er.....

Gamla mynd þessarar viku er gömul og illa farin, tekin 1962-3 af Hreiðari Olgeirssyni um borð í Nirði ÞH 44 en það var fyrsti bátur þeirra feðga úr Skálabrekku.

Myndin er tekin í línuróðri eins og sjá má.

699.Njörður ÞH 44 (TH 44)

Þennan 10 smálesta mótorbát, Njörð ÞH 44, keypti Olgeir Sigurgeirsson í Skálabrekku ásamt sonum sínum Sigurði Valdimar og Hreiðari árið 1961og hófst þá útgerðarsaga þeirra og afkomenda þeirra sem staðið hefur fram á þennan dag. Njörð sem smíðaður var á Akureyri 1925, keyptu þeir af Sigurbirni Ó. Kristjánssyni ofl. sem síðar gerðu út báta undir nafninu Fanney, einkennisstafir ÞH 130.  Njörð gerðu þeir Skálbrekkufeðgar út í rúm tvö ár þar til þeir keyptu Hallstein EA frá Akureyri sem var 22 tonna bátur smíðaður 1934 í Danmörku. Sigurður Valdimar, eða Siggi Valli eins og hann var jafnan kallaður, var strax skipstjóri á Nirði 18 ára gamall og Olgeir útgerðarmaður.

Flettingar í dag: 530
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398853
Samtals gestir: 2008037
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 06:49:01
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is