Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

26.02.2006 00:21

Siglufjarðar Seigur

Náði að mynda helvíti góðar myndir í gær (þó ég segi sjálfur frá) þegar Addi afi GK 302 kom til Akureyrar.

Eftirfarandi frétt sendi ég á fréttavef Morgunblaðsins, www.mbl.is þegar heim var komið :

 

Sýndu Akureyringum Adda afa

JE vélaverkstæði á Siglufirði hefur afhent nýjan fiskibát til nýs eiganda, Útgerðarfélags Íslands. Báturinn er af gerðinni Siglufjarðar-Seigur 1120, en fyrirtækið keypti skrokk hans af Seiglu í Reykjavík og fullkláraði á Siglufirði.

Báturinn heitir Addi afi GK 302 og er heimahöfn hans í Sandgerði. Skipstjóri og útgerðarmaður bátsins, Óskar Haraldsson, er fæddur á Akureyri og uppalinn þar til 10 ára aldurs er hann flutti til Suðurnesja. Hann og Guðni Sigtryggson hjá JE vélaverkstæði brugðu sér því bæjarleið í dag, sjóleiðis, til að sýna Akureyringum þennan glæsilega bát.

2701.Addi Afi GK 302.

,

Óskar Haraldsson útgerðarmaður og skipstjóri á Adda Afa GK 302.

Flettingar í dag: 353
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398676
Samtals gestir: 2008035
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 05:29:07
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is