Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

21.02.2006 22:19

Nýtt efni-Gamla myndin

Nú ætla ég að reyna setja inn eina gamla mynd í viku hverri og munu þær fyrst um sinn tengjast Útgerðarfélaginu Korra hf. á Húsavík sem var og hét. Þegar ég segi tengjast á ég líka við Útgerðarfélagið Geira Péturs ehf. og aðrar þær útgerðir sem Skálabrekkumenn hafa komið að.

Þar sem hér fyrir neðan má setja inn athugasemdir við myndirnar væri gaman ef menn sem þekkja til myndefnisins hverju sinni segi frá einhverju sem tengist því.

Þegar ég segist ætla setja inn gamla mynd þá er það ekki eins og í Fiskifréttum, þar sem  ekkert þykir vera gamalt nema helst svarthvítar 30-50 ára gamlar myndir. Og þá helst frá  síldarárunum heldur verða þetta myndir, ekki endilega allar teknar af mér, sem spanna aðallega síðustu 20-30 árin en kunna að ná lengra aftur því útgerð þeirra feðga í Skálabrekku hófst 1961.

 

Fyrsta myndin er ekki svo gömul að manni finnst en samt eru 19 ár í sumar frá því hún var tekin. Ég tók hana 10 júlí 1987 þegar við komum heim frá Noregi á togbátnum Geira Péturs ÞH 344 sem Útgerðarfélagið Korri hf. keypti þaðan og sýnir hún móttökurnar sem við fengum.

Læt aðra mynd fylgja sem faðir minn tók á sama tíma af bátnum.

 

Silli skrifaði um þetta í Morgunblaðinu :

Sunnudaginn 19. júlí, 1987 - Innlendar fréttir

Korri hf. Húsavík: Keypti 190 tonna skip frá Noregi á 93 millj. kr.

Nýtt skip, Geiri Péturs ÞH 344, bættist í flota Húsvíkinga í síðustu viku og fór það í sína fyrstu veiðiferð á fimmtudaginn. Útgerðarfélagið Korri hf. frá Húsavík keypti skipið, sem er 190 tonn að stærð, 27 metra langt og 8 metra breitt, frá Tromsö í Noregi og er kaupverð þess um 93 milljónir króna. Sigurður Olgeirsson er skiptstjóri á nýja skipinu.

Olgeir Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Korra hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið hefði selt Geira Péturs eldri sem er 138 tonn að stærð til Njáls hf. í Garðinum og fengið í staðinn skip þess fyrirtækis Sigurð Bjarnason sem farið hefði í úreldingu. Kaupin hefðu verið fjármögnuð með 60% lánum frá Fiskveiðasjóði. Skipið verður nú fyrst um sinn á fiskitrolli og síðan fer það á rækjuveiðar, en um borð eru frystitæki til að heilfrysta rækjuna.

Átta skipverjar eru á skipinu. Fyrirtækið leggur nú mestan hluta afla síns upp hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, en í byggingu er hjá fyrirtækinu 520 fermetra saltfiskverkunarhús, þar sem fyrirhugað er að verka allan afla nýja skipsins, að sögn Olgeirs.

Morgunblaðið/Sigurður P. Björnsson

 

Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398620
Samtals gestir: 2008034
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 05:07:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is