Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

02.02.2006 23:55

Kambur á Flateyri kaupir Ársæl SH 88

Rakst á þessa frétt á fréttavefnum www.bb.is sem er fréttavefur Bæjarins besta á Ísafirði. Þeir tóku sér það bessaleyfi að nota mynd eftir mig sem er á www.skip.is og leyfi ég mér þá að birta þessa frétt hérna.

Kambur ehf. kaupir Ársæl SH-88 kvótans vegna

 
 
Fiskvinnslan Kambur ehf. á Flateyri hefur keypt netabátinn Ársæl SH-88 af Sólborgu ehf. í Stykkishólmi. Ársæll SH er 251 brúttótonna netabátur og honum fylgir rúmlega 575 þorskígildistonna kvóti og er uppistaða hans þorskur. Markaðsverð slíks magns af kvóta er um 740 milljónir króna. ?Tilgangurinn var að kaupa kvóta þannig að ef einhver markaður er fyrir það að selja bátinn þá munum við gera það?. segir Hinrik Kristjánsson framkvæmdastjóri Kambs ehf. ?Ætlunin er að nýta kvótann á báta sem við eigum fyrir, Halla Eggerts og Sigga Þorsteins?, bætir hann við.

Auk Halla Eggerts ÍS-197 og Sigga Þorsteins ÍS-123 á Kambur ehf. smærri bátana Steinunni ÍS-817 og Kristrúnu ÍS-72.

 

1014.Ársæll SH 88

Ársæll SH 88 hét upphaflega Ársæll Sigurðsson GK, síðar Arney KE, Auðunn ÍS og Steinunn SF þar til Sólborg ehf. í Stykkishólmi keypti hann.

1014.Arney KE 50
Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 9398620
Samtals gestir: 2008034
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 05:07:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is