Hvar er Palli gæti maður hafa spurt í dag á bryggjunni þegar Villi Sigmunds var allt í einu kominn á GPG lyftarann, þennan græna, og tók hvert karið af fætur öðru frá smábátunum sem voru að landa. En auðvitað spurði maður ekki því þó Palli sé besti lyftaramaður sem ég þekki þá er Villi ágætur, er ekki frá því að það hafi hann lært á Skipaafgreiðslunni í den. Villi gaf sér tíma til að pósa fyrir myndavélina og kvartaði sáran í leiðinni að það væri engin mynd af sér á síðunni og því ákvað ég að bæta úr því hið snarasta og skella einni inn og er hún hér að neðan.
